top of page
dominik-schroder-FIKD9t5_5zQ-unsplash.jpg

Sálgæsla

Sálgæsla felst fyrst og fremst í hlustun, nærveru og stuðningi á erfiðum tímum í lífi fólks, oft í kjölfar alvarlegra áfalla. Sálgæsla er óháð lífsskoðunum eða trú og hún er ekki meðferð.


Í sálgæslu er þér mætt þar sem þú ert – hvort sem þú þarfnast þess einfaldlega að á þig sé hlustað af einhverjum sem leitast við að skilja þig eða þarft á aðstoð að halda við samskipti innan fjölskyldu eða við aðra. 

 

Ég býð sálgæsluviðtöl fyrir einstaklinga og pör, en einnig er hægt að fá fund t.d. fyrir vinahópa, fjölskyldur eða starfsmannahópa.
Sálgæsluviðtal er 1 klst. og kostar 12 þús.
 

bottom of page