top of page
dominik-schroder-FIKD9t5_5zQ-unsplash.jpg

Hugleiðsluhópar

Í september verð ég með tvo hugleiðsluhópa – báða fyrir konur með vefjagigt.

 

Ég er sjálf með vefjagigt og regluleg hugleiðsla er án efa það sem hefur hjálpað mér mest. Við sem þekkjum vefjagigt vitum hversu dýrmæt góð slökun og hvíld er til að draga úr streitu, spennu og verkjum og ná betri svefni. Hugleiðslan hefur gefið mér djúpa slökun, en ekki síður hefur hún hjálpað mér að ná sátt og að sýna sjálfri mér meiri mildi. Mig langar að gefa þessa reynslu áfram til annarra kvenna sem eru að takast á við það krefjandi verkefni sem vefjagigtin er.

 

Að hugleiða reglulega með litlum hópi kvenna sem allar þekkja það sem við erum sjálfar að kljást við er þó mögulega það dýrmætasta!

 

Skoðaðu hér neðar hópana sem verða í boði núna í september og sendu mér línu ef þú vilt vita meira eða skrá þig í hóp.

Hugleiðslur fyrir konur með vefjagigt - hópur 1

Á þriðjudögum kl. 19:30 – 21:00
12., 19., 26. sept. og 3. okt.

Verð: 16 þús.

Hugleiðslur fyrir konur með vefjagigt - hópur 2

Á miðvikudögum kl. 18:00 – 19:30
13., 20., 27. sept. og 4. okt.

Verð: 16 þús.

bottom of page