top of page
dominik-schroder-FIKD9t5_5zQ-unsplash.jpg

Heilun | Hugleiðslur | Sálgæsla

Heilun

Öll notum við heilunarorku á einn eða annan hátt alla daga. Kærleiksrík orð, jákvæð samskipti, faðmlag, að þurrka tár af barni sem hefur meitt sig – allt er þetta heilun. Þeir sem starfa við að veita öðrum heilun nýta til þess margar og mismunandi aðferðir, en kjarninn er ávallt hinn sami – að miðla jákvæðri, kærleiksríkri orku sem gefur jafnvægi á líkama og sál og auðveldar þannig þiggjandanum að takast á við sín lífsins verkefni, hvort sem hann er heilbrigður eða glímir við sjúkdóma af einhverju tagi.


Ég er reikimeistari og nota reiki mikið í allri minni vinnu. Reiki má í raun kalla alheimsorku – Rei þýðir á japönsku alheimur og ki þýðir lífsorka. Þegar unnið er með reiki flæðir þessi orka til þiggjandans og vekur upp þann heilunarmátt sem hann býr sjálfur yfir. Reiki er dásamlegt bæði að gefa og þiggja og tengir okkur við visku og heilunarmátt hjartans - ljósið sem býr innra með okkur öllum.

Ásamt reiki nota ég dáleiðslu og hugleiðslu talsvert við heilun. Nálgunin er alltaf einstaklingsbundin og tekur mið af þörfum hvers og eins.

Tími í heilun er 1 klst. og kostar 12 þús.

Hugleiðslur

Að hugleiða reglulega er endurnærandi og gefur djúpa slökun, en slökun er afar mikilvæg til að draga úr streitu og bæta svefn, svo eitthvað sé nefnt. Í hugleiðslu kyrrum við hugann, tengjumst eigin innsæi, hlustum á hjartað og upplifum skýrari sýn á okkur sjálf og eigið líf.

 

Hugleiðsla í einrúmi er góð, en að hugleiða með hópi magnar áhrif hennar. Gott er að gera bæði. Ég leiði hugleiðsluhópa - ýmist hópa sem vilja almennt leggja rækt við sig sjálf og eigin vellíðan, eða vilja nýta mátt hugleiðslunnar í ákveðnum tilgangi – eru t.d. á andlegri vegferð, eru að kljást við mikla streitu, afleiðingar áfalla, eða eru með langvinn verkjavandamál svo eitthvað sé nefnt.

 

Einnig hef ég verið með ýmis námskeið og leitt hugleiðslur fyrir starfsmannahópa á vinnustöðum, t.d. til að draga úr streitu og auka vellíðan.

Sálgæsla

Sálgæsla felst fyrst og fremst í hlustun, nærveru og stuðningi á erfiðum tímum í lífi fólks, oft í kjölfar alvarlegra áfalla. Sálgæsla er óháð lífsskoðunum eða trú og hún er ekki meðferð.


Í sálgæslu er þér mætt þar sem þú ert – hvort sem þú þarfnast þess einfaldlega að á þig sé hlustað af einhverjum sem leitast við að skilja þig eða þarft á aðstoð að halda við samskipti, t.d. innan fjölskyldu. 

Ég býð sálgæsluviðtöl fyrir einstaklinga og pör, en einnig er hægt að fá fundi t.d. fyrir vinahópa, fjölskyldur eða starfsmannahópa.

Sálgæsluviðtal er 1 klst. og kostar 12 þús.

bottom of page