top of page
dominik-schroder-FIKD9t5_5zQ-unsplash.jpg

Reiki heilunarnámskeið

Reiki er yndisleg gjöf, bæði að gefa og þiggja. Þegar þú hefur tengst reikiorkunni nýtist hún alla daga á svo marga vegu. Reiki gefur ró og vellíðan, dregur úr streitu og spennu, gefur sjálfsmildi og kærleika í eigin garð og alls sem lifir. Þú tengist einnig innsæi þínu betur og tekur betri ákvarðanir.

 

Þú þarft ekki að ætla að vinna með reiki til að taka fyrstu tvö stigin – Reiki I og Reiki II. Þar er fyrst og fremst um að ræða grunnþekkingu á reiki og allskonar dýrmætan fróðleik, s.s. um orkustöðvar líkamans, hugleiðslur og margt fleira. Einnig færðu innstillingu á reikiorkuna og verður þar með farvegur fyrir þessa dásamlegu orku – oft kallað að fá reiki vígslu. Orkuna getur þú svo gefið áfram til þeirra sem þér þykir vænt um – fjölskyldu, vina, gæludýra – og náttúrunnar allrar, því reiki er jú alheimsorka.

 

Skoðaðu námskeiðin hér neðar og skráðu þig ef þú vilt vera með.

 

Reiki III verður svo í boði eftir áramót fyrir þau sem hafa áhuga á að læra meira og vinna með reiki.

Reiki I

Hvað er reiki?
Reikireglurnar fimm
Hugleiðslur og æfingar
Reiki I innstilling

Lau. 4. og sun. 5. nóv. kl. 10 - 13
Verð: 25 þús.

Reiki II

Reiki táknin
Orkustöðvar líkamans
Hugleiðslur og æfingar
Reiki II innstilling

Lau. 25. og sun. 26. nóv. kl. 10 - 13
Verð: 25 þús.

bottom of page