top of page
angelic-2743045_1920.jpg

Áslaug Björt

Ef ég ætti að nefna það orð sem mér þykir fallegast, þá er það orðið ljós. Ég vil finna ljósið í hjartanu og leyfa því að skína skært. Í mörg ár hef ég starfað með fólki sem oft er að takast á við krefjandi verkefni í lífinu og vill finna kjarkinn, seigluna, gleðina, forvitnina, kærleikann, vonina – vill tendra sitt hjartaljós og lifa af styrk og heilindum. 


Ég er reikimeistari, heilari, dáleiðari og með diplómu á meistarastigi í sálgæslu. Ég er líka rekstrarfræðingur BSc, með MA gráðu í mannauðsstjórnun og BA gráðu í ritlist. 


Ég er með rúmgóða og hlýlega aðstöðu heima og tek þar á móti bæði einstaklingum og hópum.


Mín þjónusta er aðallega á þremur sviðum:
Heilun | Hugleiðslur | Sálgæsla

bg-about1 (1)_edited.jpg

Umsagnir

dominik-schroder-FIKD9t5_5zQ-unsplash.jpg

„Ég var svo lánsöm að taka þátt í hugleiðslum sem Áslaug leiddi á mínum vinnustað. Hún hefur einstaklega kærleiksríka og góða nærveru og gerði íhuganirnar að nærandi ferðalagi. Einnig er röddin hennar svo umvefjandi og hlý, sem skiptir miklu máli í hugleiðslu.“

Rósa Björk

„Ég fór í leidda hugleiðslu í hópi góðra vinkvenna hjá Áslaugu. Hún tók á móti okkur í afar notalegu rými með hlýju andrúmslofti. Hugleiðslan sjálf var leidd af einstakri færni og var þessi upplifun bæði afslappandi og mjög endurnærandi.“

Áróra

„Ég hef farið í bæði leidda hugleiðslu og heilanir hjá Áslaugu. Í heiluninni næ ég djúpri slökun, sem gerist annars mjög sjaldan, og ég næ að sjá líf mitt í stærra samhengi. Ég kem alltaf úr heilun með nýjar lausnir í kollinum og vel nærð og róleg í þokkabót.”

Tinna

Hughrif

Fréttir & fróðleikur

bottom of page